Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

Skjáblinda

Þór Sigurþórsson

21.september - 20.október 2013

Hlaða niður í PDF formiÍ samfélagi nútímans má segja að við séum stöðugt í kringum skjái af öllum stærðum og gerðum. Það eru oftar en ekki tveir eða fleiri skjáir sem við erum að fylgjast með í einu sem fylla okkur af nytsamlegum jafnt sem ónytsamlegum upplýsingum. Margir eyða meiri tíma í að skoða náttúruna, hluti og lífið í gegnum skjái en að horfa með berum augum á hin raunverulega heim.

Í þessari sýningu fær skjárinn annað hlutverk. Í stað þess að vera miðill sem sýnir hlut eða viðfangsefni eru þeir sjálfir, í sínu grunnformi, það sem við eigum að gefa gaum að. Er skjárinn kannski að horfa á okkur? Sýndarveruleika er skipt út fyrir raunveruleika. Andstætt þeim fasta fókuspunkt sem við höfum á sýndarheim tölvuskjásins fáum við aftur vald til að stilla fókusinn á það sem sést í gegnum skjáinn og á skjáinn sjálfan.

Í innsetningunni má sjá skúlptúra og veggverk úr fundnum hlutum en fundnir hlutir hafa verið uppistaðan í mörgum af fyrri verkum Þórs. Þetta eru hlutir sem við sjáum reglulega í hversdagsleikanum en með því að taka þá í sundur og algerlega úr samhengi virðast þeir næstum ókunnugir.

Þór Sigurþórsson (f. 1977) býr og starfar í Reykjavík. Hann kláraði BA próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 stundaði svo nám í Academy Der Bildenden Kunste í Vín. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis.

www.thorsigurthorsson.com