Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

Rolling repeat cycles

and turns

Rebekka Moran

22.febrúar - 21.mars 2014

Hlaða niður í PDF formiÞOKA kynnir með ánægju einkasýningu á nýjum verkum eftir Rebekku Moran.

Veltirunninn er algeng flökku planta. Hann er einnig tákn um gang tímans, er hann rúllar án afláts yfir autt landslag í klassískum vestrum. Sumar plöntur vaxa einar á meðan aðrar samtvinnast og vaxa sem ein planta, en þær eiga sér mörg “upphöf”. Að lokum slítur vindurinn þær upp og þær rúlla. Með tímanum verður veltirunninn kringlóttur vegna núnings; þar sem hann fýkur frá stað til staðar og dreifir fræjum svo ný hringrás hefst.

Í fyrri verkum sínum hefur Rebekka notast við 16 mm filmu sem miðil þar sem áherslan hefur verið á myndina jafnt sem áþreifanleika myndarinnar þar sem hún hreyfist í tíma og rúmi. Fyrir þessa sýningu hefur hún gert 16mm lúppu drifinn skúlptúr. Filman sjálf hefur verið prentuð í lit og endurprentuð. Með þessari aðferð verður hver kynslóð filmu fjarlægt bergmál frummyndarinnar.

Rebekka Moran (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BFA gráðu frá School of the Art Institute in Chicago árið 2000. Eftir útskrift flutti hún vinnustofu sína til Rotterdam í Hollandi þar sem hún hélt áfram vinnu sinni sem listakona og var hluti af nokkrum samstarfsverkefnum listamanna. Árið 2005 kom hún til Íslands til að dvelja í gestavinnustofu SÍM sem endaði með að hún flutti þangað. Verk hennar hafa verið sýnd alþjóðlega í Evrópu, Ameríku og Asíu.

www.rebekkamoran.com