Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

Longing to be loved

or destroyed

Habbý Ósk

17.ágúst - 15.september 2013

Hlaða niður í PDF formiHabbý Ósk skoðar mannlegt eðli og sambönd í sýningu sinni sem opnar í ÞOKU laugardaginn 17. ágúst.

Á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst, kl. 15:00 verður listamannaspjall.

Sambönd fólks geta verið margslungin og af ýmsum toga. Þau geta til að mynda verið byggð á vináttu, rómantík eða fjölskyldutengslum, verið uppbyggilegur stuðningur eða virkað eyðileggjandi. Þessi tengsl geta verið tímabundin eða varað að eilífu og eiga sína hápunkta og lágpunkta. Stundum reynir fólk að halda ákveðnum samböndum á lífi sem á sama tíma valda því að eitthvað af þeim sjálfum hverfur.

Verk Habbýar byggja á því sem hún hefur upplifað og orðið vitni af í fari fólks þegar kemur að samböndum, vináttu og hversdagslegum samskiptum. Hún hefur lengi einbeitt sér að myndbandsverkum þar sem fólk hefur verið í aðalhlutverki en svo hefur myndast hjá henni áhugi á að láta hluti leika í stað fólks og er þessi sýning framhald af því tilraunaferli.

Sýningin samanstendur af ljósmyndum, skúlptúr og myndbandsverki þar sem kerti eru í aðalhlutverki. Habbý heillaðist af hugmyndinni um kerti þar sem þau eru sjálf svo lifandi. Þau skapa og eyðileggja, mótast eftir hita og kulda, eru bæði brothætt og sterk og geta verið táknræn í kringum allt frá gleði til sorgar. Með verkunum á sýningunni fjallar Habbý um tengsl og þörf á tengingu, hvort sem um er að ræða tengsl í stuttan tíma, langvarandi tengsl eða tengsl sem munu að lokum eyðileggja.

Habbý Ósk (f. 1979) er fædd á Akureyri en býr og starfar í New York. Hún lauk BFA námi í myndlist frá AKI, ArtEz Institute of the Arts, Enschede í Hollandi árið 2006 og stundaði framhaldsnám í School of Visual Arts í New York þar sem hún útskrifaðist með MFA gráðu í myndlist árið 2009. Habbý hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víðsvegar um Bandaríkin, Evrópu og í Asíu. Á meðal galleria og sýningarstaða má nefna Artist Space (NY), Soho20 Gallery (NY), Tina Kim Gallery (NY), Betonsalon (París) and Grimmuseum (Berlín), Re: Rotterdam Art Fair (Rotterdam).

www.habbyosk.com