Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

Heimskaut

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

23.febrúar - 1.mars 2013

Hlaða niður í PDF formiEf þú ferð norður – eins norðarlega og hægt er á heimsvísu – á jökul svo hátt uppi að þú hættir að sjá skilin milli himins og jökuls – upplifirðu kannski nokkuð stórundarlegt.

Heimskautin hafa verið Ragnheiði Hörpu ofarlega í huga upp á síðkastið. Þó hún hafi ekki gerst svo djörf að leggja í heimskautsreisu þá ímyndar hún sér ákveðna tilfinningu og upplifun sem því fylgir. Hér í ÞOKU vill hún deila þeirri tilfinningu með áhorfendum með að bjóða þeim í ofurlýst sýningarrýmið þar sem hún hefur skapað ákveðna draumastemningu. Mælt er með að gestir mæti með sólgleraugu…sérstaklega ef viðkomandi er með viðkvæm augu.

Lydía Grétarsdóttir hannar hljóðheim verksins.

Raddir:
Tinna Sverrisdóttir
Helene Inga Stankiewicz
Ólöf Haraldsdóttir
Íris María Leifsdóttir
Aude Busson
Björk Viggósdóttir
Sólveig Ásta Sigurðardóttir

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (f. 1988) lauk B.A námi í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og stundaði sambærilegt nám í University of Dartington árið 2010. Hún hefur samið, sett upp og tekið þátt í fjölda gjörninga, leiksýninga og innsetninga bæði á Íslandi og erlendis.

www.ragnheidurharpa.com