Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

You say it best when

you say nothing at all

Guðmundur Ingi Úlfarsson & Mads Freund Brunse

13.mars - 30.mars 2013

Hlaða niður í PDF formiGUNMAD kynnir sjálfstæða leturútgáfu sína, Or, með sýningu í ÞOKU. Heimasíðan ortype.is fer í loftið við opnun sýningarinnar og geta gestir prófað mismunandi leturgerðir og átt samskipti í rauntíma í gegnum tölvur sem eru á svæðinu.

Einnig eru til sýnis ljósmyndir teknar af Moos-tang (Nicolas Haeni og Thomas Rousset) þar sem letur GUNMAD er meðal viðfangsefna.

GUNMAD samanstendur af grafísku hönnuðunum Guðmundi Inga Úlfarssyni (IS) og Mads Freund Brunse (DK). Áhugi á að rannsaka form bókstafa og hefðir innan leturgerðar og tungumála er drifkraftur í leturhönnun þeirra sem samanstendur einnig af líflegum tilraunum.

Frekari upplýsingar um hönnunarteymið er hægt að nálgast hér:
gunmad.net
ortype.is

Guðmundur Ingi Úlfarsson (f. 1984) útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, Hollandi árið 2010 og Mads Freund Brunse (f. 1985) útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá University of art and design Lausanne (écal) í Sviss árið 2009. Þeir námu einnig grafíska hönnun í Krabbesholm Højskole í Skive, Danmörku árið 2005-2006 þar sem þeir kynntust og þjóna enn hlutverki gestakennara. Ásamt því að starfa báðir sem grafískir hönnuðir á ólíkum vígvöllum hafa þeir unnið saman undir nafninu GUNMAD síðan árið 2007. Sem teymi hafa þeir sett upp sýningar hér á landi og í Danmörku. Þeir sáu um hönnun á kynningarefni fyrir LungA hátíðina árið 2010 og fyrir það hlutu þeir fyrstu verðlaun í flokki leturhönnunar á FÍT (Félag íslenskra teiknara) verðlaunaafhendingunni árið 2011.