Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

Guð fær greitt

í dollurum

Magnús Helgason

19.maí - 24.júní 2012

Hlaða niður í PDF formiÞOKA kynnir með mikilli ánægju fyrsta listamanninn sem sýnir í galleríinu, Magnús Helgason.

Magnús sýnir fimm ný verk sem hann hefur unnið á vandlega samsettar fundnar tréplötur og annað viðarefni. Það má því segja að verkin eigi sér öll sína fortíð sem er í sumum tilfellum kunn en í öðrum ókunn. Tltilverk sýningarinnar sem ber heitið Guð fær greitt í dollurum (2012) er unnið úr heimasmíðuðu gömlu dúkkuhúsi sem fjölskylda ein þurfti að losa sig við með trega eftir mörg ár í notkun. Magnús hefur gefið því endurnýjun lífdaga með að setja það saman í litríkan flöt sem hann hefur málað, skrifað með blýanti og spreyjað á línur og önnur form.

Undirliggjandi í verkum sýningarinnar eru hugsanir um útmáða fortíð, græðgi, öskuský, efasemdir Guðs, beinar línur og peninga. Verkum Magnúsar fylgja ekki langar útskýringar þar sem þeim er ætlað að hæfa áhorfendur beint í hjartastað. Gestir geta ímyndað sér sína eigin sögu sem hugsanlega gæti hafa fylgt efnivið verkanna og túlkað á einstaklingsbundinn hátt möguleg undirliggjandi skilaboð sem þau bera í sínum nýja tilgangi.

Magnús Helgson (f. 1977) kláraði nám í myndlist árið 2001 frá AKI (Akademie voor beeldende kunst) í Enschede, Hollandi og hefur síðan haldið fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur einnig fengist við kvikmynda- og hreyfimyndagerð þar sem hann hefur unnið í samstarfi við tónlistafólk á borð við Jóhann Jóhannsson, Apparat Organ Quartet og Kiru Kiru.