Laugavegur 25
101 Reykjavík
Iceland
info@thoka.is

Tel: (+354) 615-1834

Vefsíðugerð og vefhönnun: Dagný Lilja & Lou Jonker

KEEP FROZEN Part Two

Hulda Rós Guðnadóttir

31.maí - 29.júní 2014ÞOKA kynnir með ánægju einkasýningu Huldu Rósar Guðnadóttur. KEEP FROZEN annar hluti er innsetning unnin með blandaða miðla og er listaverk í vinnslu. Sýningin, sem er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík, er framhald af sýningarröð sem byrjaði með KEEP FROZEN hluti núll, sem er einrásarvídeó sem hefur verið í sjálfstæðri dreifingu á vídeólistahátíðum og KEEP FROZEN fyrsti hluti sem var innsetning sett upp í De-Construkt í New York.

Verkefnið felur einnig í sér gerð kvikmyndar og útgáfu bókar og hefur listakonan unnið í samstarfi við tugi fagmanna og ófaglærðra í rannsóknum á bernskuminningum sínum og á fagurfræði tilveru hafnarinnar. Sérhver hluti verkefnisins kallar eftir viðbrögðum áhorfenda og og einstakri fagurfræðilegri umhugsun sem gefur vísbendingar um næstu skref.

Rannsóknarferlið hófst árið 2010 þegar listakonan heimsótti fæðingarstað ömmu sinnar. Í fiskiþorpi með 166 íbúum bjó munaðalaus amma hennar þar til hún fluttist brott til borgarinnar þar sem hún gerðist þjónustustúlka tíu ára gömul. Fiskiþorpið svipaði til allra hinna þorpanna við ströndina sem listakonan heimsótti sem barn þar sem hún vafraði um fiski- og vöruflutningahafnir á áttunda og níunda áratugnum. Fljótlega þróaðist rannsóknarferlið ekki aðeins út í samstarf við fagfólk af öðrum sviðum heldur einnig í rannsóknir beggja vegna Atlantshafsins. Hún eyddi tíma í fornri viðskiptahöfn í Essaouira í Marokkó og einnig í Red Hook í Brooklyn, New York sem var stærsta vöruflutningahöfn heims fyrir sjöunda áratuginn þegar bylting vöruflutningagáma hófst. Staðurinn á milli var fundinn í stærstu fiskihöfn Íslands sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur. Það er því sönn ánægja að KEEP FROZEN annar hluti fari fram í Reykjavík að þessu sinni, í ÞOKU, þar sem framtíðin er fortíðin og fortíðin er framtíðin.

Innsetningin í ÞOKU samanstendur af skúlptúr, ljósmyndum og vídeói. Hún lítur gagnrýnum augum á ýmis samfélagsleg málefni og nálgast viðfangsefnið á sértækan og súrrealískan hátt. Hið gleymda eða falda starf löndunarmanna er skoðað og sett í samhengi við listamanninn sem vinnumann. Verkið er marglaga og hvetur fólk til umhugsunar.

Bókin KEEP FROZEN verður gefin út í byrjun ársins 2015 og mun hún innihalda ritgerðir eftir listamann, heimspeking, mannfræðing og listfræðing ásamt völdum rannsóknarmyndum. Kvikmynd í fullri lengd, styrkt af Kvikmyndasjóði, mun einnig koma út árið 2015.

Á opnunardegi verður gjörningur í samstarfi við Hinrik Þór Svavarsson sviðslistamann og fyrrverandi löndunarmann.

Sýningarstjóri Aldís Snorradóttir

Hulda Rós Guðnadóttir (f. 1973) býr og starfar í Reykjavík og Berlín. Hún er með meistaragráðu í gagnvirkri hönnun frá Middlesex University í London, BA í myndlist frá LHÍ og BA í mannfræði frá HÍ. Hulda hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hún er einnig kvikmyndakona og er hún önnur höfunda verðlauna stuttmyndarinnar Kjötborg sem kom út árið 2008.

www.huldarosgudnadottir.is

Kreditlisti fyrir video:
Dennis Helm myndataka og litgreining
Guðný Guðmundsdóttir hljóð
Bernard Bettenhäuser, tæknibrellur

ÞOKA þakkar Myndlistarsjóði fyrir framlag til gerðar sýningarinnar.

Listakonan vil þakka sérstaklega eftirtöldum aðilum er studdu verkið:
Prentverkstæði BBK, Berlin
Guðmundur Jónsson í Listamönnum
Helga Rakel Rafnsdóttir hjá Skarkala ehf.
Jóhann Sigmarsson